Jákvæð áhrif Queer Eye Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Strákarnir í nýju Queer Eye þáttunum hafa slegið í gegn og þátturinn virðist hafa góð áhrif. Vísir/Getty Sjónvarpsþátturinn Queer Eye, sem sló í gegn árið 2003, var nýlega endurvakinn af efnisveitunni Netflix. Í byrjun febrúar kom ný þáttaröð af Queer Eye inn á Netflix, en þar taka fimm samkynhneigðir sérfræðingar að sér að fríska upp á útlitið og heimilið hjá gagnkynhneigðum manni og kenna honum að snyrta sig, elda og annað sem hann er í vandræðum með. Í nýju útgáfunni eru fimm nýir sérfræðingar teknir við af þeim sem sáu um gömlu þættina og það má sannarlega fullyrða að þar séu á ferð jafn miklir persónuleikar eins og áður, sem bæði halda uppi fjörinu og bindast viðfangsefninu iðulega vinaböndum. Nýja útgáfan hefur vakið mikla athygli og greinilegt er að það er enn mikill áhugi á þáttum sem þessum, jafnvel þótt samfélagið hafi breyst mikið síðan á gullöld raunveruleikasjónvarps árið 2003. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er tekin saman gagnrýni frá 19 ólíkum gagnrýnendum og allir gefa þættinum jákvæða dóma. Almenn niðurstaða þar er að nýja útgáfan aðlagist nýjum tíma án þess að tapa stíl, sjarma eða skemmtanagildi, sem sanni að formúlan á bak við þáttinn sé jafn ánægjulega ávanabindandi og áður, þrátt fyrir nýja staðsetningu og stjórnendur. Margir hafa líka talað um að hann sé hið fullkomna mótefni gegn skaðlegum gamaldags hugmyndum um karlmennskuHrósað í hástert á Guardian Á vef The Guardian er Queer Eye hrósað á þeim nótum að loks sé kominn góður tískuþáttur þar sem fjallar er um miklu meira en bara útlit. Greinarhöfundur Guardian, Hadley Freeman, vill meina að Queer Eye sé einn mikilvægasti nýi sjónvarpsþátturinn í langan tíma. Hún segir að það sem geri þessa þætti mikilvæga sé að þeir taki á erfiðum félagslegum vandamálum og fjalli um leið um vandamálin sem fylgja gamaldags hugmyndum um karlmennsku á sérlega gagnlegan hátt, en það sé eitt mikilvægasta umræðuefnið í heiminum í dag. Henni finnst þátturinn eiga rosalega vel við árið 2018.Strákarnir skála að loknu góðu dagsverki.netflixÁ vefmiðlinum Polygon er líka að finna mikla lofræðu um Queer Eye og áhrif hans á gamaldags hugmyndir um ímynd karlmennsku. Greinarhöfundurinn, Ben Kuchera, segir að þessi þáttur sé hið fullkomna svar við röddum ótalmargra ungra karlmanna, sem finnst þeir sniðgengnir í samfélagsbreytingum síðari ári. Margir ungir menn, sérstaklega hvítir menn í Bandaríkjunum, eru þeirrar skoðunar að í samfélagsþróun síðustu ára hafi þeir setið eftir og finnst þeir eiga á brattann að sækja. Kuchera segir að þessir menn séu á villigötum þegar þeir spyrja „hvað með okkur?“. Það sé ekki samfélagið sem eigi að bjarga þeim, heldur verði hver og einn að bera ábyrgð á sér, stjórna sínu lífi og bjarga sér sjálfur. Hann segir að það séu skilaboðin sem Queer Eye sendir. Kuchera segir að gamaldags hugmyndir um karlmennsku dragi karlmenn frá því að eyða tíma í sjálfa sig og sambönd sín við annað fólk. En Queer Eye sýni að með því að taka sér tíma til að sjá um sjálfan sig og bæta samskipti sín við annað fólk geti fólk sjálft breytt stöðu sinni til hins betra, verið ánægðara með sig og notið betra sambands við aðra. Lykillinn að því að fá aðra til að vilja eyða tíma með sér sé að eyða sjálfur tíma í sig. Kuchera segir að það sé erfitt að ofmeta áhrifin sem þátturinn gæti haft á þá karlmenn sem séu tilbúnir til að hlusta og vilji líða betur með sjálfa sig.Samkynhneigðir þurfa að sjást Snyrtisérfræðingur þáttarins, Jonathan Van Ness, hefur líka talað um mikilvægi þess að þáttur eins og Queer Eye sé í sýningu á meðan Repúblikanaflokkurinn sé við völd í Bandaríkjunum. Honum finnst málefni hinsegin fólks ekki hafa þróast í rétta átt eftir valdaskiptin. Hann minnist þess líka hvað gamli þátturinn skipti hann miklu máli á sínum tíma, því hann ólst upp í smábæ í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem hann skorti fyrirmyndir sem hann tengdi við. Hann segir að það sé mikilvægt að samkynhneigðar fyrirmyndir sjáist í sjónvarpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Queer Eye, sem sló í gegn árið 2003, var nýlega endurvakinn af efnisveitunni Netflix. Í byrjun febrúar kom ný þáttaröð af Queer Eye inn á Netflix, en þar taka fimm samkynhneigðir sérfræðingar að sér að fríska upp á útlitið og heimilið hjá gagnkynhneigðum manni og kenna honum að snyrta sig, elda og annað sem hann er í vandræðum með. Í nýju útgáfunni eru fimm nýir sérfræðingar teknir við af þeim sem sáu um gömlu þættina og það má sannarlega fullyrða að þar séu á ferð jafn miklir persónuleikar eins og áður, sem bæði halda uppi fjörinu og bindast viðfangsefninu iðulega vinaböndum. Nýja útgáfan hefur vakið mikla athygli og greinilegt er að það er enn mikill áhugi á þáttum sem þessum, jafnvel þótt samfélagið hafi breyst mikið síðan á gullöld raunveruleikasjónvarps árið 2003. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er tekin saman gagnrýni frá 19 ólíkum gagnrýnendum og allir gefa þættinum jákvæða dóma. Almenn niðurstaða þar er að nýja útgáfan aðlagist nýjum tíma án þess að tapa stíl, sjarma eða skemmtanagildi, sem sanni að formúlan á bak við þáttinn sé jafn ánægjulega ávanabindandi og áður, þrátt fyrir nýja staðsetningu og stjórnendur. Margir hafa líka talað um að hann sé hið fullkomna mótefni gegn skaðlegum gamaldags hugmyndum um karlmennskuHrósað í hástert á Guardian Á vef The Guardian er Queer Eye hrósað á þeim nótum að loks sé kominn góður tískuþáttur þar sem fjallar er um miklu meira en bara útlit. Greinarhöfundur Guardian, Hadley Freeman, vill meina að Queer Eye sé einn mikilvægasti nýi sjónvarpsþátturinn í langan tíma. Hún segir að það sem geri þessa þætti mikilvæga sé að þeir taki á erfiðum félagslegum vandamálum og fjalli um leið um vandamálin sem fylgja gamaldags hugmyndum um karlmennsku á sérlega gagnlegan hátt, en það sé eitt mikilvægasta umræðuefnið í heiminum í dag. Henni finnst þátturinn eiga rosalega vel við árið 2018.Strákarnir skála að loknu góðu dagsverki.netflixÁ vefmiðlinum Polygon er líka að finna mikla lofræðu um Queer Eye og áhrif hans á gamaldags hugmyndir um ímynd karlmennsku. Greinarhöfundurinn, Ben Kuchera, segir að þessi þáttur sé hið fullkomna svar við röddum ótalmargra ungra karlmanna, sem finnst þeir sniðgengnir í samfélagsbreytingum síðari ári. Margir ungir menn, sérstaklega hvítir menn í Bandaríkjunum, eru þeirrar skoðunar að í samfélagsþróun síðustu ára hafi þeir setið eftir og finnst þeir eiga á brattann að sækja. Kuchera segir að þessir menn séu á villigötum þegar þeir spyrja „hvað með okkur?“. Það sé ekki samfélagið sem eigi að bjarga þeim, heldur verði hver og einn að bera ábyrgð á sér, stjórna sínu lífi og bjarga sér sjálfur. Hann segir að það séu skilaboðin sem Queer Eye sendir. Kuchera segir að gamaldags hugmyndir um karlmennsku dragi karlmenn frá því að eyða tíma í sjálfa sig og sambönd sín við annað fólk. En Queer Eye sýni að með því að taka sér tíma til að sjá um sjálfan sig og bæta samskipti sín við annað fólk geti fólk sjálft breytt stöðu sinni til hins betra, verið ánægðara með sig og notið betra sambands við aðra. Lykillinn að því að fá aðra til að vilja eyða tíma með sér sé að eyða sjálfur tíma í sig. Kuchera segir að það sé erfitt að ofmeta áhrifin sem þátturinn gæti haft á þá karlmenn sem séu tilbúnir til að hlusta og vilji líða betur með sjálfa sig.Samkynhneigðir þurfa að sjást Snyrtisérfræðingur þáttarins, Jonathan Van Ness, hefur líka talað um mikilvægi þess að þáttur eins og Queer Eye sé í sýningu á meðan Repúblikanaflokkurinn sé við völd í Bandaríkjunum. Honum finnst málefni hinsegin fólks ekki hafa þróast í rétta átt eftir valdaskiptin. Hann minnist þess líka hvað gamli þátturinn skipti hann miklu máli á sínum tíma, því hann ólst upp í smábæ í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem hann skorti fyrirmyndir sem hann tengdi við. Hann segir að það sé mikilvægt að samkynhneigðar fyrirmyndir sjáist í sjónvarpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Minnist náins kollega og elskhuga Bíó og sjónvarp Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Lífið „Aldraðir bræður“ leigðu sér hjólastóla með ökumönnum Ferðalög Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig Lífið Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Tónlist Trúði varla eigin augum þegar hún sá fyrir og eftir myndirnar Lífið samstarf Þarf alltaf að vera vín? Lífið samstarf Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Lífið Fleiri fréttir Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð sína Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Sjá meira