Handbolti

Seinni bylgjan: Einar er áttundi maður ársins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Einar var magnaður á móti ÍBV
Einar var magnaður á móti ÍBV vísir
Eins mikilvægt og það er að hafa gott byrjunarlið þá getur verið enn betra að hafa góðan mann til þess að koma inn af bekknum. Það eru Selfyssingar með á hreinu og þeir eru með einn besta afleysingamann deildarinnar innanborðs.

Strákarnir í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport tóku Einar Sverrisson, leikmann Selfoss, fyrir í gær og þá sérstaklega frábærar innkomur hans af bekknum.

„Er hann ekki bara áttundi maður ársins?“ spyr Tómas Þór Þórðarsson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Sebastian Alexandersson, taka heilshugar undir það.

„Hann er að stíga upp eftir áramót alveg lygilega. Hann var góður en nú er hann hrikalega öflugur,“ sagði Gunnar Berg.



Basti tók þetta einu skrefi lengra og sagði Einar vera „mikilvægasta leikmann liðsins eins og staðan er í dag.“

Þegar Einar fær tækifærið þá er hann frábær. Í þeim leikjum þar sem hann er ekki eins atkvæðamikill hefur hann spilað lítið því Haukur Þrastarson og Elvar Örn Jónsson hafa báðir verið í topp formivísir
Einar var frábær í mögnuðum sigri Selfyssinga á ÍBV á miðvikudaginn, skoraði 8 mörk í 10 skotum, gaf 3 stoðsendingar og skapaði 5 færi ásamt því að spila hörku varnarleik með 2 stolnum boltum og 3 löglegum stöðvunum.

„Þetta er biluð tölfræði í leik eins og þessum,“ sagði Tómas Þór.

Umræðuna um Einar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×