Fótbolti

Konur í Íran handteknar fyrir að mæta á fótboltaleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru aðeins karlmenn í stúkunni á leikjum í Íran.
Það eru aðeins karlmenn í stúkunni á leikjum í Íran. vísir/afp
Jafnréttismálin eiga ansi langt í land í Íran þar sem konur mega ekki einu sinni sækja knattspyrnuleiki.

35 konur gerðu tilraun til þess að mæta á fótboltaleik í Teheran í gær en er þær mættu á völlinn voru þær umsvifalaust handteknar. Þeim var þó aðeins haldið tímabundið og sleppt að leik loknum.

Forseti FIFA, Gianni Infantino, var á vellinum sem og íþróttamálaráðherra Íran. Konurnar voru því að nýta tækifærið til þess að varpa ljósi á hversu glórulaust það sé að þær megi ekki fara á völlinn.

Einn blaðamaður gekk svo langt að spyrja íþróttamálaráðherrann að því hvenær konum yrði leyft að mæta á knattspyrnuleiki. Útsendingin var þá rofin um leið.

Konur hafa ekki mátt fara á knattspyrnuleiki í Íran síðan 1979 er gerð var bylting í landinu. Konur hafa í auknum mæli verið að berjast gegn breytingum á þessum málum með takmörkuðum árangri hingað til.

Konur voru hvattar til þess að mæta á þennan tiltekna leik á samfélagsmiðlum þar sem forseti FIFA var á svæðinu. Hann hefur ekki enn tjáð sig um málið.

Infantino með forseta Íran.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×