Fótbolti

Mark Glódísar dugði ekki til gegn Japan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Glódís Perla skoraði mark Íslands í kvöld.
Glódís Perla skoraði mark Íslands í kvöld. vísir/getty
Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Japan, 2-1, í öðrum leik Íslands á Algarve mótinu, en liðin eru í C-riðli.

Ísland gerði markalaust jafntefli gegn bronsliði Dana í fyrsta leiknum, en í dag komst Japan yfir á fimmtándu mínútu með marki Yuika Sugasawa.

Þannig stóðu leikar allt þangað til á 74. mínútu, en Glódís Perla Viggósdóttir jafnaði þá metin eftir hornspyrnu. Allt jafnt og stundarfjórðungur eftir.

Það voru Japanar sem skoruðu sigurmarkið fimm mínútum fyrir leikslok, en þar var á ferðinni Mana Iwabuchi. Lokatölur 2-1 og Ísland því með eitt stig eftir tvo leiki.

Ísland mætir Hollandi á mánudag.

Byrjunarlið Íslands og skiptingar á móti Japan (3-5-2):

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

(46., Glódís Perla Viggósdóttir)

Guðný Árnadóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Selma Sól Magnúsdóttir

Anna Rakel Pétursdóttir

Andrea Mist Pálsdóttir

(62., Sara Björk Gunnarsdóttir)

Andrea Rán Hauksdóttir

(70., Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir)

Katrín Ásbjörnsdóttir

(62., Rakel Hönnudóttir)

Hlín Eiríksdóttir

(85., Svava Rós Guðmundsdóttir)

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

(46., Agla María Albertsdóttir)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×