Erlent

Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fyrir utan Central Michigan-háskólann í dag. Lögregla leitar enn byssumannsins.
Fyrir utan Central Michigan-háskólann í dag. Lögregla leitar enn byssumannsins. Vísir/Getty
Lögreglan í Michigan leitar enn nemenda sem skaut foreldra sína til bana á heimavistinni við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í dag. Hinn 19 ára James Eric Davis Jr., sem var íklæddur sinnepsgulum gallabuxum og blárri hettupeysu, er grunaður um verknaðinn. Fórnarlömbin eru foreldrar hans, Diva Davis, 47 ára, and James Eric Davis Sr, 48 ára, samkvæmt frétt BBC

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu árásin var framin á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar. Í fyrstu fréttum af skotárásinni kom fram að hinir látnu væru ekki nemendur og að árásin væri rakin til heimiliserja. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins er leitað.

Í frétt BBC kemur fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús, er talið að það hafi tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í dag að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast.

Á öryggismyndavélum mátti sjá James Eric yfirgefa skólann eftir árásina. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×