Innlent

Sunna Elvíra greind lömuð fyrir lífstíð

Jakob Bjarnar skrifar
Sunna Elvira fékk um helgina greiningu þess efnis að hún væri lömuð fyrir neðan brjóst. Hún hefur nú hafið endurhæfingu á Spáni.
Sunna Elvira fékk um helgina greiningu þess efnis að hún væri lömuð fyrir neðan brjóst. Hún hefur nú hafið endurhæfingu á Spáni. unnur birgisdóttir
Sunna Elvíra Þorkelsdóttur, sem slasaðist alvarlega í Malaga í janúar, var í fyrradag úrskurðuð lömuð fyrir lífstíð. Þetta staðfestir lögmaður Sunnu Elvíru, Páll Kristjánsson.

„Já, hún hefur nú fengið þann dóm eða úrskurð. Og hefur hafið endurhæfingu úti. Hún er komin á þriðja sjúkrahúsið sem er ígildi Grensásdeildar hér heima. Hún er lömuð fyrir neðan brjóst og það er verið að kenna henni að vera sjálfstæð að teknu tilliti til þeirrar stöðu,“ segir Páll.

Hann segir að þetta hafi verið þungt högg, eins og gefur að skilja, en hana var farið að gruna í hvað stefndi. „Hún fékk ekki þessa meðferð sem hún hefði þurft að fá þessa fyrstu daga. Hvort það hafi haft eitthvað um stöðuna að gera er ómögulegt að segja. Mænuskaði er erfiður viðureignar. Þetta er mikið áfall.“

Páll segir nú unnið að því að hún komist heim sem fyrst svo hún geti verið í endurhæfingu með fjölskyldu sína sér við hlið. „Við vonumst til þess.“

Fram hefur komið að íslensk stjórnvöld hafi sent formlega ósk um að farbanni sem á hana var sett verði aflýst og rannsókn málsins verði á Íslandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×