Wood tryggði annan sigur Burnley í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Chris Wood var á skotskónum í dag
Chris Wood var á skotskónum í dag vísir/getty
Eftir ellefu leiki án sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur Burnley nú unnið tvo leiki í röð og er aðeins tveimur stigum á eftir Arsenal í sjötta sæti deildarinnar.

Burnley endaði sigurþurrð sína á heimavelli gegn Everton í síðustu umferð og mættu leikmennirnir fullir sjálfstraust á Lundúnaleikvanginn þar sem West Ham tók á móti þeim.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Ashley Barnes Burnley yfir á 66. mínútu eftir fyrirgjöf Chris Wood.

Nýsjálendingurinn Wood var svo aftur á ferðinni aðeins fjórum mínútum síðar og í þetta skiptið skoraði hann sjálfur eftir fyrirgjöf Aaron Lennon. Hann fullkomnaði svo leik sinn með öðru marki sínu, þriðja marki Burnley, á 81. mínútu.

Burnley hefur aðeins einu sinni áður í vetur skorað þrjú mörk í deildarleik, það var í opnunarleik tímabilsins þar sem liðið vann Chelsea 2-3.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira