Enski boltinn

Birkir og félagar urðu af mikilvægum stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leik með Villa.
Birkir í leik með Villa. vísir/getty

Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn í jafntefli Aston Villa í B-deildinni gegn Preston North End á heimavelli í kvöld, 1-1.

Tom Barkhuizen kom Preston yfir á 37. mínútu, en Birkir fór í svörtu bókina hjá dómaranum á 22. mínútu þegar hann fékk gult spjald. Staðan 0-1 í hálfleik.

Lewis Grabban jafnaði metin af vítapunktinum á 66. mínútu, en Villa náði ekki að tryggja sér sigurinn. Villa er í þriðja sæti deildarinnar með 60 stig, stigi á eftir Cardiff sem er í öðru sæti.

Jón Daði Böðvarsson var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli Readin gegn Nottingham Forest. Reading er í 18. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.