Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tveir karlmenn eru í haldi lögreglunnar á Suðurnesjum grunaðir um að hafa stolið sex hundruð tölvum úr gagnaverum. Verðmæti þýfisins er talið nema rúmum tvö hundruð milljónum króna en tölvurnar eru sérhannaðar til að grafa eftir Bitcoin-rafmyntum. Búnaðurinn hefur ekki fundist og lögreglan útilokar ekki að þeim hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar sýnum við líka frá óveðrinu sem gekk yfir landið í dag, förum yfir nýjustu vendingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og fjöllum um brúna yfir Fossvog, sem gæti risið á innan við fjórum árum. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×