Lífið

„Mig langar ekki að heyra neitt um Íslandsferðina þína nema þú snúir aftur með svona myndefni“

Stefán Ó. Jónsson skrifar
100 klukkustunda Íslandsferð hefur verið þjappað niður í 3 mínútur.
100 klukkustunda Íslandsferð hefur verið þjappað niður í 3 mínútur. Skjáskot
Blaðamaðurinn Andrew Liszewski er kominn með upp í kok af myndum og myndskeiðum frá Íslandsferðum vina sinna. Í grein sem hann skrifar á Gizmodo segist hann hafa þurft að sitja í gegnum allt of margar slíkar myndasýningar og að nú þurfi myndefnið að vera framúrskarandi til að hann hrífist aftur af fegurð íslenskrar náttúru.

Það hafi hinsvegar ljósmyndaranum Martin Heck tekist. Í myndbandi, sem sjá má hér að neðan og Liszeseki deilir í grein sinni, hefur Heck náð að þjappa saman 100 klukkustunda löngu ferðalagi sínu um Ísland niður í rúmar 3 mínútur.

Útkoman er glæsileg að sögn þess langþreytta. „Heck hefur tekist að breyta landinu í lifandi endureisnarmálverk, meira að segja þegar það var skýjað,“ segir Liszewski og bætir við að myndirnar af norðurljósunum séu hreint út sagt ótrúlegar.

„Mig langar ekki að heyra neitt um Íslandsferðina þína nema þú snúir aftur með svona myndefni,“ segir Liszewski.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×