Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk Lilja Össurardóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:57 Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar