Þjónusta símenntunarmiðstöðva við fatlað fólk Lilja Össurardóttir skrifar 23. febrúar 2018 08:57 Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Liður í starfi símenntunarmiðstöðva er að bjóða fötluðu fólki upp á nám af ýmsum toga. Þessi þjónusta byggist á samningum símenntunarmiðstöðvanna við Fjölmennt – símenntunar- og þekkingarmiðstöð í Reykjavík. Fjölmennt er sjálfseignarstofnun sem var sett á fót árið 2002 og fær framlag á fjárlögum hvers árs. Símenntunarmiðstöðvarnar fá síðan fjárveitingar frá Fjölmennt í gegnum þjónustusamning til þess að bjóða upp á nám fyrir fatlað fólk út um allt land. Í meirihluta framhaldsskóla landsins eru starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur. Þegar framhaldsskólanámi lýkur hefur fatlað fólk ekki úr eins mörgum tækifærum að spila varðandi framhaldsnám og jafnaldrar þeirra. Það sækir sér menntun hjá annars vegar Fjölmennt og hins vegar símenntunarmiðstöðvunum. Einnig býður menntavísindasvið Háskóla Íslands upp á tveggja ára diplómanám fyrir fatlað fólk og eru nemendur teknir inn í það annað hvert ár.Fjölbreytt námsframboð Það nám sem við hjá símenntunarmiðstöðvunum bjóðum fötluðu fólki er fjölbreytt og námsframboðið tekur jafnan mið af óskum og áhuga þátttakenda á hverjum stað. Hver og ein símenntunarmiðstöð hefur þannig ákveðinn sveigjanleika í námsframboði fyrir fatlaða, sem er mjög jákvætt. Sum námskeið eru vinsælli en önnur og má í því sambandi nefna matreiðslu, en á námskeiðinu „Hollur og góður heimilismatur“ er lögð áhersla á einfaldar og hollar uppskriftir þar sem þátttakendur fá kennslu sem nýtist þeim vel í heimilishaldinu. Við kennum ýmis bókleg fög, t.d. íslensku, ensku og stærðfræði, en einnig eru í boði ýmis tómstundanámskeið, jóga og margt fleira. Þörfin fyrir fræðslu fyrir fatlað fólk er mikil. Þar sem ég þekki best til hér á Suðurlandi voru 53 einstaklingar sem sóttu námskeið sem Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi stóð fyrir á haustönn, á Selfossi, Höfn í Hornafirði og í Vík í Mýrdal. Núna á vorönn bjóðum við upp á 19 námskeið fyrir fatlað fólk. Dýrmætar samverustundir Nám er fötluðu fólki dýrmætt. Ekki aðeins til þess að víkka út sjóndeildarhringinn og bæta í þekkingarbankann, heldur ekki síður til þess að rjúfa félagslega einangrun. Því verður ekki lýst með orðum hversu mikilvægt það er fötluðu fólki að eiga stundir með öðrum við nám og brjóta þannig upp hversdaginn. Þetta er fólkið sem býr við þröngan kost á vinnumarkaði. Sumir hafa enga vinnu, þó svo að þeir gætu lagt sín lóð á vogarskálarnar í þágu samfélagsins, aðrir eru í hlutastörfum en vildu meiri vinnu og gætu unnið meira. En því miður er það ekki alltaf í boði. Fyrir þetta fólk eru stundirnar sem því býðst á fjölbreyttum námskeiðum afar dýrmætar. Í þessu eins og mörgu öðru setur fjármagnið okkur skorður. Við gætum gert mun meira ef við hefðum úr meira fjármagni að spila. Sett upp lengri námsbrautir, ég nefni til dæmis listnám. Áhugavert væri að geta boðið upp á meira en stutt námskeið í listum enda eigum við frábæra námsskrá sem hefur verið gerð og kennt eftir með góðum árangri.Getum gert enn betur Ekki ber að skilja orð mín á þann veg að ég vanþakki það sem við höfum úr að spila til þess að þjónusta fatlað fólk. En mín upplifun er sú að við gætum gert enn betur og ég veit að þörfin er sannarlega til staðar. Mér er kunnugt um að hafin er endurskoðun laga um framhaldsfræðslu frá árinu 2010 og ég bind vonir við að í tengslum við þá vinnu verði skerpt á áherslum í námi fyrir fullorðið fatlað fólk. Orð fyrrverandi menntamálaráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, í svari við fyrirspurn á Alþingi fyrir nokkrum mánuðum gefur góð fyrirheit. Þar sagði ráðherra að lagagrunnur fyrir menntun fullorðinna fatlaðra einstaklinga væri veikur og lagaleg skylda mennta- og menningarmálaráðuneytisins til að greiða fyrir nám fullorðins fatlaðs fólks væri óljós. Því væri nauðsynlegt og löngu tímabært að fara í heildstæða endurskoðun á þessum málum “og reyna að sjá fyrir sér hvort og hvernig auka mætti aðgengi og ekki síst fjölbreytni í námi fyrir fatlaða.” Orð eru til alls fyrst. Þessi orð fyrrverandi menntamálaráðherra gefa vonir um að með endurskoðun laga um framhaldsfræðslu verði unnt að bæta þjónustu við fatlað fólk. Það er það sem við höfum alla möguleika á að gera og viljum gera ef við fáum til þess nægilegan stuðning.Höfundur er þroskaþjálfi og verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu – Símenntun á Suðurlandi, sem á aðild að Kvasi – samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun