Forsetinn geti setið lengur en tvö tímabil Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2018 06:00 Xi Jinping nýtur mikillar hylli í heimalandinu. Vísir/AFP Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Kommúnistaflokkur Kína hefur lagt til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá landsins sem takmarkar setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil. Breytingin myndi gera sitjandi forseta, Xi Jinping, kleift að sitja á valdastóli eins og ævi hans leyfir. Staða forsetans í Kína er gífurlega sterk en undir lok október í fyrra voru stefna hans og hugsjónir festar í lög Kommúnistaflokksins. Fyrri leiðtogar flokksins höfðu fengið ýmsar hugmyndir og stefnur í stjórnarskrá flokksins en Xi er sá fyrsti síðan Maó Zedong var og hét sem fær nafn sitt og sérstaka hugmyndafræði festa í plaggið. „Miðstjórn Kínverska kommúnistaflokksins leggur til að ákvæði þess efnis að forseti og varaforseti lýðveldisins Kína „skuli ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil“ verði fellt úr stjórnarskrá landsins,“ segir í tilkynningu frá Kommúnistaflokknum. Kínverska þingið mun þurfa að samþykkja breytinguna en flestir telja að það muni aðeins vera formsatriði. Xi, sem er fæddur árið 1953, er sonur eins af stofnendum Kínverska kommúnistaflokksins. Hann gekk í flokkinn árið 1974 og hefur síðan þá klifið til æðstu metorða innan hans. Árið 2013 varð hann forseti landsins en síðan þá hefur hagvöxtur í Kína verið gífurlegur og barist hefur verið gegn spillingu í landinu. Á móti hefur þjóðernishyggju vaxið ásmegin og mannréttindi eru reglulega fótum troðin. Tveggja kjörtímabila reglunni var komið á fót af Deng Xiaoping á tíunda áratug síðustu aldar. Var það meðal annars gert með það að markmiði að koma í veg fyrir að menn yrðu samgrónir forsetastólnum. Ráðamenn í flokknum hafa sagt í kínverskum miðlum að ekki sé stefnt að því að forsetinn verði ævikjörinn en hins vegar liggi ekki fyrir hve lengi er gert ráð fyrir að hann sitji. Ýmsir hræðast breytinguna og það sem hún gæti haft í för með sér. „Ég tel að hann muni verða keisari síðar meir,“ hefur AFP eftir Willy Lam, stjórnmálafræðiprófessor í kínverska háskólanum í Hong Kong.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira