Handbolti

Dómarar leiksins minntu helst á sirkusatriði | Sjáðu rauða spjaldið umdeilda

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bjarni Viggósson gefur hér vitlausum manni rauða spjaldið.
Bjarni Viggósson gefur hér vitlausum manni rauða spjaldið.
Dómaraparið Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson var mikið í umræðunni eftir leik Fram og Vals og Olís-deild karla í gær. Óhætt er að segja að þeir hafi ekki átt sinn besta dag.

Þeir ráku Framarann Arnar Birki Hálfdánarson af velli með rautt spjald um miðjan fyrri hálfleik fyrir litlar sakir. Þeim tókst meira að segja að klúðra brottrekstrinum því í fyrstu gaf Bjarni vitlausum Framara rauða spjaldið. Það var ekki fyrr en eftir ábendingar frá bekk Valsmanna að Bjarni gaf loksins réttum manni rauða spjaldið. Ótrúleg uppákoma.

„Dómara leiksins minntu helst á sirkusatriði og voru með öllu óskiljanlegir frá upphafi til enda, ótrúlegt að þurfa að horfa upp á svona frammistöðu í efstu deild handboltans. Þeir réðu ekkert við þennan leik og því varð þessi leikur eins og hann var, grófur, ljótur og leiðinlegur algjörlega á ábyrgð dómara leiksins,“ var skrifað á heimasíðu Fram eftir leikinn.

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var verulega ósáttur við framgöngu dómaranna allan leikinn en reyndi að halda aftur af sér í viðtali við Vísi eftir leikinn.

„„Ég ætla að skoða þetta aftur. Ég þarf bara að bíta í tunguna á mér núna en dómaranefndin fær þá bara klippur til að skoða. Þetta rauða spjald á Arnar Birki var ekkert eina atriðið í leiknum. Það eru ótal atriði sem ég bara skil ekki. Þetta eru einhverjar reglur sem ég fatta ekki og ég er búinn að vera í þessu í þó nokkur ár,“ sagði þjálfarinn við Vísi.

Þessa uppákomu má sjá í klippunni hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×