Handbolti

Aron að hætta með Álaborg

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron á hliðarlínunni hjá Álaborg.
Aron á hliðarlínunni hjá Álaborg. vísir/getty
Danska meistaraliðið Álaborg tilkynnti í dag að Aron Kristjánsson væri að hætta sem þjálfari félagsins.

Samningur Arons við félagið átti að renna út sumarið 2019 en samkomulag hefur náðst um að Aron hætti strax næsta sumar. Þá ætlar hann að flytja heim til Íslands.

„Það er leiðinlegt að missa Aron sem þjálfara enda höfum við verið mjög ánægðr með hans störf. Hann er duglegur og vinsæll hjá félaginu,“ segir Jan Larsen, framkvæmdastjóri félagsins, en hann segir persónulegar ástæður liggja að baki því að Aron sé að hætta.

„Við erum að kveðja mjög góðan þjálfara en á sama tíma skiljum við óskir hans um að vilja flytja aftur heim til fjölskyldu sinnar.“

Álaborg hefur nú hafið leit að arftaka Arons.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×