Handbolti

Hrafnhildur í stuði gegn Gróttu eftir meiðsli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss.
Hrafnhildur Hanna í leik með Selfoss. vísir/stefán
Selfoss vann góðan sigur á Gróttu í nítjándu umferð Olís-deildar kvenna, 26-21, en liðin berjast í neðri hluta deildarinnar.

Heimastúlkur í Selfoss voru sterkari nær allan leikinn, en þær leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 13-9. Munurinn að endingu varð svo fimm mörk, 26-21.

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var einu sinni sem oftar markahæst í liði Selfoss með sex mörk, en hún hefur glímt við mikil meiðsli undanfarið. Næst kom Arna Kristín Einarsdóttir með fjögur mörk. Selfoss er í sjötta sæti með níu stig.

Savica Mrkik var í sérflokki hjá Gróttu. Skoraði níu mörk, en næst kom hornamaðurinn knái, Kristjana Björk Steinarsdóttir, með fimm mörk. Grótta er í sjöunda og næst neðsta sæti með fjögur stig, jafn mörg og Fjölnir sem er á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×