Golf

Ólafía Þórunn ætlar að gifta sig í sumar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía og verðandi eiginmaður hennar, Thomas Bojanowski.
Ólafía og verðandi eiginmaður hennar, Thomas Bojanowski. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, og unnusti hennar, Þjóðverjinn Thomas Bojanowski, ætla að gifta sig á Íslandi næsta sumar. Þetta segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA.

„Hann er góður stuðningur og ein aðal ástæðan að ég hef náð svona langt því hann er alltaf að ýta á mig og láta mig leggja harðar að mér,” segir Ólafía í samtali við heimasíðu LPGA um samband þeirra Bojanowski.

„Hann er með þýska agann og ég er með þetta íslenska: Jæja, þetta reddast. Ég er sú rólega og hann agaður, svo saman erum við góð blanda.”

Verðandi hjónin hittust í Wake Forest háskólanum í Norður-Karólínu, en á meðan Bojanowski keppt fyrir hönd skólans í frjálsum íþróttum, þá var Ólafía þar að spila golf. Þau kynntust í gegnum sameiginlegan vin.

Þau trúlofuðu sig á jóladagskvöldi árið 2015, en þá hafði Ólafía Þórunn nýskotið sér inn á evrópska túrinn. Hún flaug þá beint til Þýskalands þar sem fjölskylda hennar og Bojanowski ætluðu að halda jólin saman.

Áður en þau ætluðu að byrja opna pakkana byrjaði bróðir Bojanowski að spila lagið Thinking out loud með Ed Sheeran sem er uppáhalds lag kærustuparsins.

„Bróðir hans og kona byrjuðu að syngja lagið og mér fannst þetta mjög fallegt. Mig grunaði ekkert,” en þegar lagið endaði kom Bojanowski til Ólafíu og bað hana um að trúlofast sér.

„Þetta var svo fallegt því enska er ekki móðurmál mitt og ekki hans heldur, en hann bað mín á ensku. Síðan fögnuðum við öll,” sagði Ólafíu um þessa fallegu stund.

Giftingin fer fram á Íslandi í ágúst þar sem Ísland er mitt á milli Þýskalands og Bandaríkjanna þar sem þau eiga bæði vini.

Nánar má lesa um giftinguna, íslenska golfið, næstu skref á LPGA og fleira á heimasíðu LPGA.


Tengdar fréttir

Ólafía jafnaði besta hring mótsins │ Valdís Þóra í þriðja sæti

Íslensku kylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir áttu frábæran dag í Ástralíu í nótt. Valdís er í toppbaráttunni á Ladies Classic Bonville mótinu og Ólafía Þórunn lék á fimm höggum undir pari sem er besta skor mótsins til þessa.

Ólafía Þórunn í kennslustund í Ástralíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og hin skoska Carly Booth kynntust menningu frumbyggja Ástralíu í dag þar sem þær fengu meðal annars kennslu í að stjaka brimbrettum frá áströlskum ÓlympíufaraAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.