Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að íslensk hús eigi að geta staðist „þessi svakalegu rok“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 18:45 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“ Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“
Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni Innlent Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Fylgið ekki mælst meira síðan fyrir hrun Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Sjá meira
Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50