Forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að íslensk hús eigi að geta staðist „þessi svakalegu rok“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. febrúar 2018 18:45 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“ Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Mannvirkjastofnun ætlar að skoða aðstæðurnar þar sem stór lofttúða fauk fram af þaki 12 hæða fjölbýlishúss í Kópavogi á dögunum. Björn Karlsson forstjóri Mannvirkjastofnunar segir að útfrá myndunum sem birtust á Vísi í gær sé augljóst að lofttúðan sé hluti af mannvirkinu, eigi að vera hluti af byggingunni. Lofttúðan lenti aðeins nokkrum metrum frá sjö ára barni á bílaplaninu við húsið. „Það að hún fjúki síðan af er alvarlegt mál. Það er alveg jafn mikil hætta ef lausamunir eru að fjúka eins og grill,“ sagði Björn í viðtali í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Í þessu tilfelli er þetta byggingahlutur sem á að vera alveg fastur og íslensk hús eiga að geta staðist þessi svakalegu rok sem geta komið hér upp.“ Mannvirkjastofnun segir að ljóst að í þessu atviki hafi orðið tjón sem hafi verið til þess fallið að skapa hættu. Verður farið yfir teikningar og annað til þess að komast að því hvað gerðist. Björn segir að einnig verði húsfélag byggingarinnar hvatt til að láta gera skoðun á öðrum lofttúðum byggingarinnar. „Þarna hefur greinilega eitthvað farið úrskeiðis.“ Björn nýtti þetta tækifæri til þess að hvetja húsfélög, þá sérstaklega háhýsa, til að skoða túður og annað sem stendur upp úr þökum sem verða fyrir stormum eins og þeim sem hafa núna gengið yfir landið. „Til að skoða hvort hlutir séu ekki örugglega fastir.“ Eins og kom fram á Vísi í gær kom fram tæring í festingum lofttúðunnar sem losnaði í Kópavogi en Mannvirkjaskoðun mun skoða málið nánar. Byggingarfulltrúi hefur eftirlit með teikningum og byggingarferlinu en ber þó ekki ábyrgð á svona tjóni. „Samkvæmt lögum er það alltaf eigandi hússins, eða mögulega rekstaraðili, sem á að sjá til þess að þannig hannað og byggt að svona lagað geti ekki gerst. Þannig að ábyrgðin er alltaf á eigandanum.“
Tengdar fréttir Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Mildi þykir að ekki fór verr þegar lofttúðan fauk af þaki fjölbýlishúss og lenti á bílaplani. 26. febrúar 2018 17:50