Lofttúða féll af 12. hæð í Kópavogi og lenti við hlið 7 ára barns Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. febrúar 2018 17:50 Lofttúðan lenti fimm metrum frá sjö ára stúlku. Facebook/Kristófer Helgason Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“ Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira
Litlu mátti muna að ekki færi verr þegar stór lofttúða fauk fram af þaki fjölbýlishúss í Rjúpnasölum í Kópavogi á föstudag. Mikið rok var á höfuðborgarsvæðinu og lenti lofttúðan á bílaplaninu við húsið. Útvarpsmaðurinn Kristófer Helgason var nýbúinn að leggja bílnum sínum þegar lofttúðan lenti nokkrum metrum frá sjö ára dóttur hans og rúllaði svo eftir bílaplaninu. „Við nánari skoðun kom í ljós tæring á festingum. Þannig að það er ekki úr vegi að forráðamenn húseigna kanni ástand hluta sem eru í hættu á að takast á loft í miklum vindi. Í raun var ótrúleg heppni að ekki hafi farið verr í þetta skiptið eins og með heita pottinn fyrr í vetur sem flaug líka af blokk í Kópavogi,“ skrifaði Kristófer um atvikið í opinni færslu á Facebook síðu sinni. Þar segir hann að lofttúðan hafi aðeins lent fimm metrum frá stúlkunni.Þegar lofttúðan var skoðuð kom í ljós tæring í festingum.Facebook/Kristófer HelgasonKristófer ræddi atvikið í Reykjavík síðdegis í dag. Þar lýsti hann því hvernig hann heyrði svakalegan skell skömmu eftir að stúlkan fór út úr bílnum. „Þetta er ekkert smá flykki,“ segir Kristófer um lofttúðuna. Hann vonar að atvikið verði til þess að eigendur húsa, þá sérstaklega háhýsa eins og í þessu hverfi, skoði þetta vel. Einnig þurfi að huga að lausamunum á svölum. Tæring í boltum og skrúfum geti valdið slíkum óhöppum í miklu roki. Rifjaði hann einnig upp að í síðasta mánuði fauk heitur pottur af 13. hæð húss og hafnaði á leikskólalóð í Kópavogi. Fáir bílar voru á bílaplaninu svo lofttúðan olli sem betur fer ekki tjóni þegar hún fauk niður af þakinu. „Það var bara mikið mildi að ekki fór verr, að enginn var fyrir, hvorki fólk né bifreiðar.“
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Sjá meira