Körfubolti

Sjáðu fimmu frá Steph Curry hitta beint í hjartastað

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty

Stephen Curry er einn allra vinsælasti körfuboltamaður heims í dag. Þarna er á ferðinni leikmaður NBA-meistara Golden State Warriors og besta þriggja stiga skytta allra tíma.

Vinsældir Stephen Curry eru miklar og líka hjá stuðningsmönnum mótherja Golden State Warriors liðsins.

Það sást einmitt í Madison Sqaure Garden á dögunum þar sem Golden State liðið mætti heimamönnum í New York Knicks.

Ungur stuðningsmaður New York Knicks var mættur snemma til að fylgjast með upphitun leikmanna. Hann var klæddur í búining New York leikmannsins Kristaps Porzingis en fékk þó ekki að fylgjast með Lettanum sem sleit krossband fyrr í vetur.

Þegar Stephen Curry kom inn í salinn, bauð strákurinn honum fimmu og Curry gaf honum fimmu til baka.

Viðbrögðin hjá stráknum eru mjög sérstök og hafa fært honum frægð á netinu því það er óhætta að segja að fimma Curry hafi hitt hann beint í hjartstað.

ESPN náði mynd af þessu og birti á Twitter-síðu sinni eins og sjá má hér fyrir neðan.
Stephen Curry skoraði 21 stig í leiknum þar af setti hann niður fjórar þriggja stiga körfur. Curry var einnig með 5 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.