Viðskipti innlent

Markaðurinn tók vel í fréttir af kjarasamningum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Úrvalsvísitalan hækkaði um 2 prósent í dag.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 2 prósent í dag. Vísir
Hlutabréf allra fyrirtækja sem skráð eru í kauphöllinni hækkuðu nokkuð í verði eftir að fréttir bárust af því að formannafundur ASÍ samþykkti að segja ekki upp kjarasamningum.

Hlutabréf í N1 hækkuðu mest í viðskiptum dagsins eða um 4,51 prósent í viðskiptum upp á rúmlega milljarð. Þar á eftir fylgdu hlutabréf í Eik sem hækkuðu um 2,89 prósent í 162 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði gengi hlutabréfa Icelandair um 2,88 prósent í 546 milljón króna viðskiptum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,09 prósent í dag og stendur hún nú í 1.782,54 stigum.

Líkt og Vísir greindi frá í dag samþykktu aðildarfélög ASÍ að segja ekki upp kjarasamningum um hundrað þúsund launþega á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningarnir halda því til áramóta þegar þeir renna út en hefði þeim verið sagt upp hefði kjarasamningar orðið lausir strax.

Á blaðamannafundi forsvarsmanna verkalýðshreyfingarinnar eftir formannafundinn kom fram að næstu skref séu að undirbúa næstu samninga. Þeir boða hörku og segja að staðan sé alvarleg.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×