Erlent

Forseti Filippseyja segist orðinn gamall og lúinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Flokkur Duterte forseta er með nógu stóran meirihluta á þingi til að koma stjórnarskrárbreytingum sem hann vill í gegn.
Flokkur Duterte forseta er með nógu stóran meirihluta á þingi til að koma stjórnarskrárbreytingum sem hann vill í gegn. Vísir/AFP
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hafnar vangaveltum um að hann ætli að þrásitja á valdastóli og taka sér alræðisvald. Hann segist vera orðinn gamall og lúinn og vilji ná pólitískum markmiðum sínum hratt til að hann geti látið af embætti áður en kjörtímabil hans klárast.

Ríkisstjórn Duterte vinnur nú að tillögum um að gera Filippseyjar að sambandsríki en það hefur lengi verið stefnumál hans. Sambandsfyrirkomulagið geti minnkað misskiptingu, fært héraðsstjórnum aukið vald og betur endurspeglað fjölbreyttni þjóðarinnar.

Reuters-fréttastofan segir að sumir gagnrýnendur Duterte séu sannfærðir um að fyrirhugaðar breytingar á stjórnarskrá landsins eigi einnig að gefa forsetanum kleift að sitja lengur en sex ára kjörtímabil hans.

Því neitar Duterte hins vegar sjálfur en hann er 72 ára gamall.

„Ég mun stíga til hliðar fyrir 2020, ég ætla ekki að bíða til 2022. Ég er gamall. Ég hef ekki meiri metnað. Ég myndi virkilega vilja hvíla mig,“ sagði forsetinn í ræðu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×