Körfubolti

Körfuboltakvöld: Fannar hneykslaður á sprittnotkun leikmanna KR

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Domino's körfuboltakvöld var á sínum stað á Stöð 2 Sport í gær. Kjartan Atli Kjartanasson stýrði umræðunni að vanda en honum til aðstoðar voru reynsluboltarnir Teitur Örlygsson og Fannar Ólafsson.

Sem fyrr voru það ekki bara tilþrifin sem leikmenn sýndu á vellinum sem voru rædd, en skemmtilegt atvik náðist á myndband á hliðarlínu KR eftir leik, þegar að einn aðstoðarmanna liðsins sá til þess að allir leikmennirnir fengu nóg af spritti til að setja á hendurnar.

Óhætt er að segja að Fannar hafi ekki verið hrifinn af þessari sprittnotkun KR liðsins og gaf hann lítið fyrir mikilvægi slíks hreinlætis í baráttunni gegn flensufaraldrinum sem strítt hefur landsmönnum síðustu vikur.

„Guð minn góður, eruð þið að djóka í mér.Í alvöru talað, hættið þessu,“ sagði Fannar og leyndi hann því ekki hversu hneykslaður hann var.

Fannar hélt „rantinu“ sínu áfram og gerði mikið grín af þessu uppátæki síns fyrrum liðs. 

„Þú verður að fá þetta drasl (sýklana) í þig til þess að fá mótefni í líkamann. Ég notaði ekki neitt spritt, var bara úti í moldinni og varð ekkkert veikur.“

Hermann Hauksson, annar sérfræðingur Körfuboltakvölds, gat í hið minnsta notað sprittið sem afsökun fyrir misheppnuðu skoti sínu frá miðju KR vallarins, sem hann tók í hálfleik.





Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×