Enski boltinn

Dramatíkin í hámarki hjá Herði og félögum

Dagur Lárusson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon kom inná í uppbótartíma fyrir Bristol í jafntefli liðsins gegn Sunderland í dag en eftir leikinn er Bristol í 6. sæti deildarinnar með 52 stig.

Liðsmenn Bristol byrjuðu leikinn með miklum krafti og skoruðu strax á 5. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Aden Flint.

Famara Diedhiou átti frábæran leik fyrir Bristol í dag og skoraði tvö mörk á aðeins sex mínútum undir lok fyrri hálfleikins og kom sínu liði í 3-0 forystu og þannig var staðan í hálfleik.

Bristol var sterkari aðilinn nánast allan leikinn en liðsmenn Sunderland reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn í seinni hálfleiknum og náðu því á 70. mínútu. Þá átti Lee Cattermole skalla að marki sem fór í þverslánna, í Josh Brownhill, liðsmann Bristol, og í netið og staðan því orðin 3-1.

Sunderland óx ásmegin eftir þetta og átti margar álitlegar sóknir. Ein þeirra skilaði marki á 82. mínútu en þá skoraði Aiden McGeady eftir flott spil hjá Sunderland og var staðan þá orðin 3-2 og allt stefndi í spennuþrungnar lokamínútur.

Sunderland sótti og sótti síðustu mínúturnar og það skilaði sér á 90. mínútu þegar Marlon Pack varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 3-3 og það reyndust lokatölur leiksins.

Adama Traoere skoraði tvö mörk í 2-1 sigri Middlesbrough á Jón Daða og félögum í Reading en Jón Daði var í byrjunarliði Reading en var tekinn útaf á 63. mínútu.

Úrslit dagsins:

Barnsley 1-1 Sheffield Wednesday

Sheffield 2-1 Leeds United

Brentford 1-1 Preston

Bristol City 3-3 Sunderland

Derby County 1-1 Norwich City

Ipswich Town 0-0 Burton Albion

Middlesbrough 2-1 Reading

Nottingham Forest 0-2 Hull City

Wolves 2-1 QPR

Bolton 1-1 Fulham


Tengdar fréttir

Ameobi kláraði Bristol City

Hörður Björgvin Magnússon gat ekki bjargað Bristol City frá tapi gegn Bolton Wanderers í ensku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×