Enski boltinn

"Chelsea þarf að treysta mér“

Dagur Lárusson skrifar
Antonio Conte
Antonio Conte vísir/getty
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að framtíð hans hjá félaginu ráðist alfarið útfrá því trausti sem að stjórnarformenn félagsins hafa á honum.

Chelsea hefur ekki verið að spila vel upp á síðkastið og tapaði m.a. fyrir Watford í síðustu umferð 4-1 auk þess sem liðið tapaði fyrir Arsenal í undanúrslitum deildarbikarins í lok janúar.

„Ég held að knattspyrnufélög haldi áfram að vinna með stjóra útfrá því trausti sem þau hafa á honum, ekki útfrá því hvaða bikara hann vann á tímabilinu.“

„Þú getur treyst stjóra og ákveðið að vinna áfram með honum, jafnvel þó svo hann hafi ekki unnið neitt.“

„Samt sem áður getur þú unnið allt, en samt getur félagið verið ósátt með þig og í þeim tilvikum þarf stjórinn að víkja.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×