Handbolti

Ragnar með sex í tapi gegn Kiel

Dagur Lárusson skrifar
Sex mörk Ragnars dugðu ekki til.
Sex mörk Ragnars dugðu ekki til. vísir/vilhelm

Ragnar Jóhannson skoraði sex mörk fyrir Huttenberg í tapi gegn Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel.

Fyrir leikinn var Huttenberg í næstneðsta sæti deildarinnar á meðan Kiel var að berjast við toppinn.

Það voru lærisveinar Alfreðs sem voru með yfirhöndina allan leikinn og fóru með forystuna í leikhlé 19-13.

Kiel vann að lokum sannfærandi tólf marka sigur en markahæstur í liði Kiel var Niclas Ekberg með níu mörk. Markahæstur í liði Huttenberg var Ragnar Jóhannson með sex mörk.

Eftir leikinn er Huttenberg í neðsta sæti deildarinnar á meðan Kiel er í 5. sæti með 29 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.