Innlent

Húnaþing vildi halda varnarlínu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Blanda hefur haldið sauðfé aðskildu milli héraða.
Blanda hefur haldið sauðfé aðskildu milli héraða. Vísir/GVA
Ákvörðun landbúnaðarráðuneytisins um að leggja niður varnarlínu vegna sauðfjársjúkdóma sem dregin hefur verið um Blöndu er harðlega gagnrýnd af landbúnaðarráði Húnaþings vestra.

„Það eru undarleg vinnubrögð að gengið hafi verið gegn tillögum starfshóps sem var skipaður af ráðuneytinu sjálfu,“ segir ráðið.

„Ekki hefur komið upp riða í Húnahólfi síðan 2007. Í Skagahólfi kom riða upp síðast 2016. Þarna munar nærri tíu árum og verður að teljast óeðlilegt að slíkt kallist sama sjúkdómastaða.“

Ráðið bendir á starfshópurinn hafi lagt til að Blöndulína yrði áfram varnarlína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×