Enski boltinn

Sjáðu markaveisluna úr enska boltanum í gær │ Myndbönd

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liverpool náði að minnka bilið í Manchester United í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar í tvö stig í gær með 0-2 sigri á Southampton eftir að United hafði tapað með einu marki gegn Newcastle þegar 27. umferðin hélt áfram í gær.

Roberto Firmino og Mohamed Salah voru mennirnir á bak við mörk Liverpool en þeir skoruðu sitt hvort markið og lögðu báðir upp fyrir hvorn annan.

Matt Richie skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu þegar hann tryggði Newcastle fyrsta heimasigurinn síðan í október.

Mestu lætin voru þó í viðureign Huddersfield og Bournemouth á John Smith's vellinum í Huddersfield þar sem þrjú mörk voru skoruð á fyrsta hálftímanum. Leiknum lauk með 4-1 sigri Huddersfield sem komst með sigrinum upp úr fallsæti.

Öll mörk gærdagsins og helstu atvik úr leikjunum má sjá í spilurunum með fréttinni.

Southampton - Liverpool 0-2
Newcastle - Manchester United 1-0
Huddersfield - Bournemouth 4-1



Fleiri fréttir

Sjá meira


×