Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 07:48 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi. Þeir munu nú fá fast aðsetur í Reykjavík. BEREL PEWZNER Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi. Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi.
Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04