Fyrsti íslenski rabbíninn mun beita sér gegn umskurðarbanninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. febrúar 2018 07:48 Frá guðsþjónustu gyðinga á Íslandi. Þeir munu nú fá fast aðsetur í Reykjavík. BEREL PEWZNER Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi. Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Hjónin Avi og Musky Feldman, ásamt dætrum þeirra Chana og Batsheva, munu síðar á þessu ári setjast að í Reykjavík með það fyrir augum að setja á laggirnar fyrstu íslensku sýnagóguna. Avi verður þar með fyrsti rabbíninn sem hefur fasta búsetu á Íslandi en Reykjavík hefur lengi verið eina höfuðborg Evrópu sem ekki hefur haft neinn bænastað fyrir gyðinga eða rabbína. Fram til þess hafa rabbínar reglulega flogið hingað til lands til að fullnægja trúarþörfum íslenska gyðingasamfélagsins. Sýnagógan mun gagnast þeim 250 gyðingum sem ætlað er að búi hér á landi en hún mun tilheyra Chabad-Lubavitch söfnuðinum. Rúmlega 1100 slíka söfnuði má finna í Evrópu og um 5000 í heiminum öllum. Greint er frá útnefningunni á vefnum Chabad.org sem er meðal víðlesnustu vefsetra um gyðingdóminn.Sjá einnig: Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þar er saga gyðinga á Íslandi lauslega rakin og rætt við Mike Levin, sem segja má að sé óopinber talsmaður gyðinga hér á landi. Hann telur að það sé löngu tímabært að rabbíni setjist að hér á landi. „Ef einhver beitir sér af öllu afli fyrir samfélag gyðinga á Íslandi getur hann áorkað miklu,“ er haft eftir Levin. Það séu þó ekki aðeins íslenskir gyðingar sem munu njóta góðs af sýnagóguninni að sögn Levin heldur einnig þær þúsundir gyðinga sem hingað koma sem ferðamenn á hverju ári. Athygli vekur að greint er frá útnefningu Avi Feldman skömmu eftir að frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja, sem tíðkast í gyðingdómi, ratar í heimsfréttirnar. Í samtali við Jewish Times segir rabbíninn Feldman að hann muni reyna að vekja athygli á „mikilvægi“ umskurðarins hér á landi. „Við munum reyna að vekja Íslendinga, og ekki síst þingmenn, til umhugsunar um frumvarpið og vonum að inn í það verði bætt undanþágu fyrir trúarathafnir,“ er haft eftir Feldman. Nánar má fræðast um hinn nýja rabbína á vef Chabad en þar ræðir hann meðal annars um innflutning á kosher-afurðum, sem eru af skornum skammti á Íslandi, og dálæti gyðinga á Íslandi. Ekki fylgir þó sögunni hvar sýnagógan verður til húsa í Reykjavík.Hér að neðan má sjá umfjöllun Ísland í dag frá árinu 2015 um samfélag gyðinga á Íslandi.
Tengdar fréttir Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25 Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Fordæmir umskurðarfrumvarp Silju Daggar og segir það árás á trúfrelsið Kardínálinn Richard Marx í Munchen í Þýskalandi fordæmir frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, og átta annarra þingmanna sem leggur bann við umskurði drengja. 7. febrúar 2018 10:25
Lítið en líflegt samfélag gyðinga á Íslandi Þrátt fyrir að hér á landi sé ekkert bænahús gyðinga, engir rabbínar né skipulögð samtök á vegum þeirra eru gyðingar á Íslandi um 100 talsins. 4. ágúst 2013 21:04