Viðskipti innlent

Heimila kaup Reirs á Gluggasmiðjunni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Gluggaverksmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum til handa byggingarverktaka, einstaklinga og fyrirtækja hér á landi.
Gluggaverksmiðjan sérhæfir sig í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum til handa byggingarverktaka, einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Vísir/Stefán

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup eignarhaldsfélagsins Reirs ehf. á Gluggasmiðjunni ehf. reir er í eigu Hilmars Þórs Kristinssonar, fyrrverandi sviðsstjóra hjá Kaupþingi.

Samruninn felur í sér að Reir kaupir 79,323% af hlutafé í Gluggasmiðjunni. Eftir samrunann mun Gluggar og Gler enn eiga rúmlega 20% hlut á móti Reir.

Samrunaaðilar óskuðu eftir undanþágu frá banni við því að samruninn kæmi til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallaði um hann og var fallist á þá undanþágu með bréfi dagsettu 12. janúar 2018.
Í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins segir að Gluggaverksmiðjan sé rótgróið fyrirtæki sem sérhæfi sig í framleiðslu og viðhaldi á gluggum og hurðum til handa byggingarverktaka, einstaklinga og fyrirtækja hér á landi. Þá segir að Reir sé eignarhaldsfélag sem starfi einkum við verðbréfaviðskipti ásamt því að taka að sér tilfallandi byggingaverkefni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
1,63
42
800.143
TM
0,54
4
42.574
EIM
0
2
17.743
VIS
0
2
816

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,08
40
141.521
ORIGO
-2,92
7
31.747
FESTI
-1,78
7
122.200
HAGA
-1,17
17
266.649
REITIR
-1,12
8
128.105
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.