Viðskipti innlent

Ásmundur til Landsnets

Atli Ísleifsson skrifar
Ásmundur Bjarnason.
Ásmundur Bjarnason. Landsnet

Landsnet hefur ráðið Ásmund Bjarnason í starf forstöðumanns upplýsingatækni. Hann mun stýra uppbyggingu og þróun á upplýsingakerfum Landsnets.

Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að Ásmundur sé menntaður rekstrarverkfræðingur M.Sc. frá Álaborgarháskóla og tölvunarverkfræðingur frá HÍ.

Ásmundur hefur undanfarið ár starfað við upplýsingatækniráðgjöf hjá KPMG á Íslandi og þar á undan var hann forstöðumaður upplýsingatækni hjá Sjóvá.

Haft er eftir Ásmundi að framundan sé spennandi tími og sé hann fullur tilhlökkunar. „Hjá Landsneti starfar öflugur hópur af fólki sem ég hlakka til að vinna með að þeim fjölbreyttu verkefnum sem ekki síst snúa að því að tryggja gæði og öryggi upplýsingatækni- og fjarskiptakerfa Landsnets til framtíðar.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
1,25
2
48.600
SKEL
0,66
3
89.276
GRND
0,62
1
16.100
SYN
0,2
3
127.020
MARL
0,13
7
28.952

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,39
10
48.327
VIS
-1,15
3
34.510
TM
-0,52
3
34.622
FESTI
-0,2
1
9.980
EIK
-0,13
1
7
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.