Innlent

Rafvirkjar vilja slíta samningi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Kristján Þórður Snæbjarnarson er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Meirihluti félagsmanna Rafiðnaðarsambands Íslands vill að kjarasamningum verði sagt upp núna í febrúar, enda sé skýr forsendubrestur. Þetta eru niðurstöður viðhorfskönnunar sem gerðar voru á meðal félagsmanna.

Í frétt á vef Rafiðnaðarsambandsins segir að ljóst sé að forsendur hafi brostið fyrir ári en þá hafi verið ákveðið að fresta ákvörðun til þessa árs. Var það samninganefnd ASÍ sem náði samkomulagi við Samtök atvinnulífsins um þá frestun. 

Veigamesti þátturinn sem félagsmenn eru ósáttir við eru úrskurðir kjararáðs á liðnum árum sem þeir segja stuðla að misskiptingu í samfélaginu. Úrskurðum ráðsins verði að breyta að sögn rafvirkja.

„Menn vilja jafnframt sjá breytingar á skattgreiðslum,“ segir á vefnum. Þar kemur fram að niðurstöðu sé að vænta í lok febrúar en ákvörðunin sé í höndum sameiginlegrar samninganefndar aðildarfélaga ASÍ. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×