Viðskipti innlent

Hans Steinar ráðinn nýr upp­lýsinga­full­trúi SOS

Atli Ísleifsson skrifar
Hans Steinar Bjarnason.
Hans Steinar Bjarnason. SOS Barnaþorp

Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamaður hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Í tilkynningu  kemur fram að Hans Steinar hafi víðtæka reynslu úr fjölmiðlum en hann hefur að undanförnu starfað sem íþróttafréttamaður á RÚV. „Áður gegndi hann starfi íþróttafréttamanns og þáttastjórnanda á Stöð 2, Stöð 2 Sport og Sýn sem og dagskrárgerðarmanns og útsendingastjóra í útvarpi og sjónvarpi svo fátt eitt sé nefnt,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Hans Steinari að það hafi blundað í sér í talsverðan tíma að fást við nýjar áskoranir eftir rúm 28 ár í fjölmiðlabransanum. „Ég gæti vart hugsað mér betri stað til þess en að taka þátt í því frábæra starfi sem unnið er hjá SOS Barnaþorpunum. Ég hlakka til að takast á við ný verkefni á nýjum vettvangi.“

Alls bárust 61 umsókn um starfið. Hans Steinar tekur við starfinu af Sunnu Stefánsdóttur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.