Körfubolti

Tuttugu berjast um nokkur laus sæti í hópnum en fyrirliði KR gefur ekki kost á sér

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brynjar Þór Björnsson, fyirrliði KR.
Brynjar Þór Björnsson, fyirrliði KR. Vísir/Ernir
Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik, ætlar að gefa mörgum körfuboltamönnum tækifæri á því að vinna sér sæti í hópnum fyrir leikinn á móti Tékkum og Búlgaríu sem fara fram í Laugardalshöllinni eftir rúma viku.

Formlegar landsliðsæfingar hefjast eftir helgina en áður en að þeim kemur, hafa tuttugu leikmenn verið boðaðir til æfinga á laugardag og sunnudag. Þeir eiga kost á að verða boðaðir til áframhaldandi æfinga í loka æfingahópnum.

Í hópnum sem mætir fyrr til æfinga eru bæði leikmenn sem hafa verið í eða í kringum landsliðsæfingahópinn að undanförnu, ungir og efnilegir leikmenn og leikmenn sem hafa verið að stíga sín fyrstu spor með A-landsliðinu undanfarið.

Hópurinn æfir saman eins og áður segir um helgina og verða þá í kjölfarið nokkrir leikmenn boðaðir til áframhaldandi æfinga í lokaæfingahóp fyrir landsleikina tvo sem framundan eru, dagana 23. febrúar og 25. febrúar gegn Finnlandi og Tékklandi, hér heima í Laugardalshöllinni.

Um er að ræða gríðarlega mikilvæga leiki fyrir Ísland þar sem nauðsynlegt er að ná góðum úrslitum upp á framhald undankeppninnar, en liðið lék gegn Tékkum og Búlgaríu í nóvemberglugganum, þar sem báðir leikir töpuðust.

Það verður því krefjandi verkefni sem bíður þeirra tólf leikmanna sem valdir verða í landsliðið að þessu sinni í næstu viku.

Tveir leikmenn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni en það voru þeir Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, og Ægir Þór Steinarsson, atvinnumaður með Tau Castello á Spáni.

Þeir leikmenn sem boðaðir hafa verið í stóra æfingahópinn um helgina eru:

Axel Kárason    Tindastóll

Breki Gylfason    Haukar

Dagur Kár Jónsson    Grindavík

Emil Barja    Haukar

Emil Karel Einarsson    Þór Þorlákshöfn

Halldór Garðar Hermannsson    Þór Þorlákshöfn

Hjálmar Stefánsson    Haukar

Illugi Steingrímsson    Valur

Ingvi Rafn Ingvarsson    Þór Akureyri

Kári Jónsson    Haukar

Kristinn Pálsson    Njarðvík

Kristján Leifur Sverrisson    Haukar

Maciek Baginski    Njarðvík

Matthías Orri Sigurðarson    ÍR

Ólafur Ólafsson    Grindavík

Pétur Rúnar Birgisson    Tindastóll

Ragnar Ágúst Nathanaelsson    Njarðvík

Sigtryggur Arnar Björnsson    Tindastóll

Tómas Þórður Hilmarsson    Stjarnan

Viðar Ágústsson    Tindastóll

Þeir leikmenn sem boðaðir hafa verið til æfinga eftir helgina í lokaæfingahópinn eru:

Haukur Helgi Pálsson Briem    Cholet Basket, Frakkaland

Hlynur Bæringsson    Stjarnan

Hörður Axel Vilhjálmsson    Keflavík

Jakob Örn Sigurðarsson    Borås Basket, Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson    KR

Kristófer Acox    KR

Logi Gunnarsson    Njarðvík

Martin Hermannsson    Châlons-Reims, Frakkland

Pavel Ermolinskij    KR

Tryggvi Snær Hlinason    Valencia, Spánn

Tveir leikmenn gáfu ekki kost á sér að þessu sinni en það voru þeir Brynjar Þór Björnsson, KR, og Ægir Þór Steinarsson, Tau Castello, Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×