Innlent

Óeining um hvort lækka eigi laun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Gylfi Arnbjöronsson, forseti ASÍ, segir sambandið hafa viljað ganga lengra.
Gylfi Arnbjöronsson, forseti ASÍ, segir sambandið hafa viljað ganga lengra. Vísir/VILHELM
Starfshópur um málefni kjararáðs skilaði af sér skýrslu í gær þar sem meðal annars kom fram að hópurinn teldi ekki að lækka ætti laun þeirra sem heyra undir kjara­ráð. Þess í stað var bent á að ef laun verði óbreytt til ársloka 2018 myndi kjararáðshópurinn að meðaltali hafa tekið hækkunum í samræmi við almenna launaþróun. Þessu var fulltrúi ASÍ ósammála og vildi að launin yrðu lækkuð, þó ekki afturvirkt.

„Við töldum að það ætti að ganga lengra til að freista þess að ná friði á vinnumarkaði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bætir því við að sambandið telji ekkert koma í veg fyrir að ráðast í „slíka leiðréttingu. Enda liggur fyrir að kjararáð hafi farið svolítið út fyrir sitt valdsvið.“

Sjá einnig: Forsætisráðherra vonar að sátt takist um laun æðstu embættismanna

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að meirihluti starfshópsins hafi fært fyrir því ágætis rök hvers vegna lækkun var ekki talin heppileg. Þá segir hún að það hljóti að teljast gott og jákvætt innlegg í komandi kjaraviðræður að hópurinn hafi verið sammála um breytingar á fyrirkomulaginu svo laun embættismanna verði ákvörðuð með gegnsærri hætti.

„Stóra málið er, held ég, að þarna verði kominn ákveðinn núllpunktur. Það verði byggt upp framtíðarfyrirkomulag um þessi mál þannig að það verði hægt að skapa aukna sátt um það hvernig við skipuleggjum okkar vinnumarkað.“

Nokkur ólga er nú á vinnumarkaði og segir framkvæmdastjóri SA við Fréttablaðið í dag mikilvægt að sýna ró og yfirvegun.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×