Að skynja hjartsláttinn í heimabyggð Elfa Svanhildur Hermannsdóttir skrifar 16. febrúar 2018 09:54 Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Einn af hornsteinum samfélagsins er að fólk geti sótt sér þá menntun sem hugur þess stendur til, óháð búsetu og efnahag. Samfélagsbreytingarnar eru hraðar, nú sem aldrei fyrr, og námsframboð þarf ætíð að taka mið af þeim. Símenntunarmiðstöðvar starfa í öllum landshlutum og gegna afar mikilvægu hlutverki. Ég dreg reyndar í efa að fólk geri sér almennt grein fyrir því hversu fjölbreytt verkefni eru á hendi þeirra. Á fámennari svæðum er gildi símenntunarmiðstöðvanna enn augljósara. Hið nána samstarf við nærumhverfið skiptir svo miklu máli. Ekki bara hvað varðar grunn- og framhaldsskóla, ekkert síður varðandi framhaldsfræðslu og símenntun.Menntunin til fólksins Á þeim tíma sem ég hef starfað að símenntunarmálum á Vestfjörðum hef ég styrkst í þeirri trú að það skipti miklu máli að færa menntunina nær fólkinu. Það er einfaldlega lykilatriði í því að fólk nýti sér það nám sem í boði er á hverjum tíma. Eðli símenntunarmiðstöðvanna um allt land er að skynja hjartsláttinn á þeim svæðum sem þær starfa og geta þannig brugðist skjótt við og sett upp nám með skömmum fyrirvara. Gott dæmi um þetta er námskeiðahald sem komið var á fót með skömmum fyrirvara í verkfalli sjómanna í byrjun síðasta árs. Við skynjum þarfirnar á okkar svæðum og vinnum náið með atvinnulífinu, verðum við óskum þess um tiltekin námskeið eða námslínur eða höfum frumkvæði að því að bjóða upp á slíkt.Starfsþróunarnámskeið á landsbyggðinni Mitt mat er að brýn nauðsyn sé á því að starfsmenntasjóðirnir, sem fólk greiðir til af launum sínum, bjóði upp á starfsþróunarnámskeið úti í hinum dreifðu byggðum. Það er ekki nóg að bjóða upp á slík námskeið á höfuðborgarsvæðinu, það kostar umtalsverða fjármuni og tekur tíma fyrir fólk af landsbyggðinni að sækja sér endurmenntun til Reykjavíkur. Það er mér því mikið gleðiefni að ítrekaðar óskir um að bjóða upp á starfsþróunarnámskeið á Vestfjörðum fyrir opinbera starfsmenn hafa loks borið ávöxt. Gerður hefur verið samningur við Ríkismennt til hálfs árs um námskeiðahald hér fyrir vestan og er litið á þetta sem tilraunaverkefni, sem vonandi verður framhald á. Einnig hefur verið gerður sambærilegur samningur við Sveitamennt til eins árs. Hér hafa verið stigin afar mikilvæg skref, að mínu mati, sem ég vænti að geti orðið öðrum starfsmenntasjóðum fordæmi.Símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni skipta máli Ég fer ekki leynt með þá skoðun mína að allir eiga að hafa jafnan aðgang að menntun, óháð búsetu. Því eru símenntunarmiðstöðvarnar lykillinn að fólkinu á landsbyggðinni. Námskrár framhaldsfræðslunnar eru ódýr kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga og því er mikilvægt að þær séu sýnilegar og aðgengi að þeim fyrir flesta. En til þess að geta rekið námsleið eða námskrá þarf að lágmarki tíu einstaklinga. Til að mæta þessu eru þess dæmi að símenntunarmiðstöðvar hafi tekið upp samstarf og boðið upp á fjarnám í t.d. Menntastoðum og brúarnámi. Þetta er einkar mikilvægt til þess að einstaklingar sem búa í dreifbýli geti sótt sér framhaldsfræðslu til jafns við aðra.Höfundur er forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun