Viðskipti innlent

Stefnir í formannsslag hjá SAF

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Þórir Garðarsson varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar.

Þórir Garðarsson, forstjóri Gray Line, hyggst gefa kost á sér til formennsku hjá Samtökum ferðaþjónustunnar á aðalfundi SAF þann 21. mars. Grímur Sæmundsson, formaður til síðustu fjögurra ára og forstjóri Bláa lónsins, ætlar ekki að gefa kost á sér.

Auk Þóris hefur Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, ákveðið að söðla um og tekur við framkvæmdastjórastöðu hjá Blue Lagoon Journeys ehf., dótturfélagi Bláa lónsins.

„Þeirra verður sárt saknað í forystusveit samtakanna,“ segir Þórir á Facebook en hann hefur sjálfur gegnt varaformennsku hjá SAF. Þórir segist hafa fengið mikla hvatningu um að stíga skrefið í formanninn en hann eigi erfitt með að taka því með þögninni þegar vegið sé að hagsmunum aðila í ferðaþjónustu

Hann segir það hafa haft áhrif á ákvörðun sína að hann teldi ekki gott ef formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri myndu öll hverfa á braut á sama tíma.

Þórir segist í samtali við Túrista eiga von á samkeppni um formannsstöðuna. Bjarnheiður Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Kötlu Travel, segist í samtali við Túrista velta formannsframboði alvarlega fyrir sér. Framboðsfrestur rennur út þann 7. mars.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
5,11
14
50.451
ICEAIR
2,95
34
234.414
SIMINN
2,83
27
416.767
REGINN
2,29
14
153.964
EIM
2,23
15
226.541

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MARL
-0,39
12
242.543
SYN
-0,23
9
140.003
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.