Erlent

Fjórir létust í skotárás í Rússlandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Byssumaðurinn skaut að fólki þegar það kom úr messu.
Byssumaðurinn skaut að fólki þegar það kom úr messu. Vísir/AFP
Fjórir létust og fjórir særðust í skotárás á kirkju í Dagestan í Rússlandi í dag. BBC greinir frá.

Innanríkisráðherra Rússlands hefur staðfest þessar fréttir en byssumaður skaut að fólki þegar það kom úr messu. Árásarmaðurinn féll í átökum við lögreglu en tveir lögreglumenn særðust í átökunum.

Dagestan liggur að Tsjetsjeníu og hafa tsjetsjenskir uppreisnarmenn látið að sér kveða í fjölda ára. Yfir hundrað þjóðarbrot búa í Dagestan og oft er grunnt á því góða á milli þeirra. Héraðinu hefur verið lýst sem einum hættulegasta stað Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×