Viðskipti innlent

Ragnhildur Geirsdóttir ný í stjórn FA

Atli Ísleifsson skrifar
Nýja stjórn FA skipa þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Bjarni Ákason, Magnús Óli Ólafsson, Birgir Bjarnason og Ragnhildur Geirsdóttir.
Nýja stjórn FA skipa þau Anna Kristín Kristjánsdóttir, Linda Björk Gunnlaugsdóttir, Bjarni Ákason, Magnús Óli Ólafsson, Birgir Bjarnason og Ragnhildur Geirsdóttir. FA
Ragnhildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri Wow air, er ný í stjórn Félags atvinnurekenda. Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundi í gær.

Í tilkynningu kemur fram að þau tímamót hafi orðið við stjórnarkjörið að í fyrsta sinn í níutíu ára sögu félagsins séu jafnmargar konur og karlar í stjórn.

„Að þessu sinni var samkvæmt lögum félagsins kosið um þrjá meðstjórnendur til þriggja ára og var sjálfkjörið í þau embætti.

Ragnhildur Geirsdóttir, aðstoðarforstjóri Wow air, er nýr stjórnarmaður. Þá voru Anna Kristín Kristjánsdóttir, eigandi og stjórnarmaður í Hvíta húsinu, sem setið hefur í stjórn frá 2016, og Birgir Bjarnason, framkvæmdastjóri Islenska-sales agency ehf., sem setið hefur í stjórn FA mörg undanfarin ár, þar af fjögur sem formaður, endurkjörin.

Áfram sitja í stjórn Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness ehf., formaður, og meðstjórnendurnir Bjarni Ákason, einn af eigendum Epli.is/Skakkaturns og Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line Íslandi ehf,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×