Viðskipti innlent

Hannes fær heimild FME til að eiga meirihluta í Íslenskum fjárfestum

Hörður Ægisson skrifar
Hannes Árdal gekk til liðs við Íslenska fjárfesta síðastliðið sumar eftir að hafa starfað áður hjá Fossum mörkuðum sem skuldabréfamiðlari,
Hannes Árdal gekk til liðs við Íslenska fjárfesta síðastliðið sumar eftir að hafa starfað áður hjá Fossum mörkuðum sem skuldabréfamiðlari,
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur metið félagið RedRiverRoad, sem er í eigu Hannesar Árdals, hæft til að fara með yfir 50 prósenta virkan eignarhlut í verðbréfafyrirtækinu Íslenskum fjárfestum.

Hannes, sem gekk til liðs við Íslenska fjárfesta síðastliðið sumar eftir að hafa starfað áður hjá Fossum mörkuðum, segir mikið ánægjuefni að þessi heimild sé komin frá FME.

„Fram undan eru spennandi tímar hjá þessu rótgróna félagi, Íslenskum fjárfestum, sem hafa verið aðilar að Kauphöllinni síðan 1997. Félagið hefur að mestu einbeitt sér að miðlun fjárfestinga í erlendum verðbréfasjóðum undanfarin ár en nú hefur verið rennt frekari stoðum undir reksturinn með endurnýjun á innlendri verðbréfamiðlun þar sem við sjáum tækifæri í ört stækkandi markaði,“ er haft eftir Hannes í tilkynningu.

Karl Ottó Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslenskra fjárfesta, segir ánægjulegt að fá öflugan aðila að félaginu sem hafi verið rekið að mestu í óbreyttri mynd frá stofnun árið 1994. „Það var mikill fengur fyrir okkur að fá Hannes til liðs við okkur á síðasta ári,“ segir Karl.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×