Körfubolti

Körfuboltakvöld: Skil ekki hvað Stólarnir eru að hugsa

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sérfræðingar Körfuboltakvölds ræddu í gær ákvörðun Tindastóls að skipta út Brandon Garrett fyrir Chris Davenport en Davenport spilaði fyrsta leik sinn í gær.

Kjartan Atli Kjartansson stýrði umræðunni að vanda en honum til aðstoðar í gær voru þeir Kristinn Geir Friðriksson og Hermann Hauksson.

Davenport átti tvenn tilþrif í gær en náði annars litlum takti við leikinn og voru menn ekkert endilega á því að það hefði verið nauðsyn að skipta um.

„Þeir voru með tvo ólíka leikmenn í Garrett og Hester, flott par af leikmönnum og þeir voru farnir að vinna vel með þá báða innanborðs. Ég skil ekki afhverju þú breytir þessu og tekur þennan séns rétt eftir fyrsta titil félagsins,“ sagði Kjartan en Kristinn var ósammála honum.

„Ég skil þetta á sinn hátt, Brandon spilaði frekar mikið en hann var óskaplega takmarkaður leikmaður. Klaufalegur undir körfunni, hann var í lagi varnarlega en sóknarlega var hann slakur.“

Þaðan fóru þeir í spurninguna hvort Stólarnir þyrftu einfaldlega á tveimur erlendum leikmönnum að halda þar sem þeir væru fyrir með einn besta erlenda leikmann deildarinnar í Antonio Hester en þar voru þeir allir sammála um að það væri óþarfi.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×