Innlent

Dögun býður ekki fram í vor

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar.
Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar. vísir/Ernir
Dögun – stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði munu ekki bjóða fram í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Frá þessu er greint á Facebook síðu Dögunar og segir þar að ákvörðunin hafi verið tekin á fundi framkvæmdarstjórnar samtakanna.

„Þetta var ekki einföld ákvörðun en að mati stjórnar er ekki annað í stöðunni. Dögun mun hins vegar halda áfram að vinna að þeim málefnum sem að samtökin hafa beitt sér fyrir og koma þeim á framfæri eins og kostur er,“ segir í færslunni.

Dögun bauð fram í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014 og hlaut þar 774 atkvæði eða 1,4 prósent.

Í Kópavogu buðu samtökin fram undir merkjum Dögunar og umbótasinna og hlaut sá listi 113 atkvæði eða 0,8 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×