Guðmundur: Snýst ekki um peninga Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. febrúar 2018 17:39 Guðmundur Guðmundsson á fundinum í dag. Vísir Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“ Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson segist hafa verið stoltur af því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta í þriðja sinn á ferlinum. Hann tekur við starfinu af Geir Sveinssyni sem hafði stýrt liðinu í tvö ár. Guðmundur var síðast þjálfari Íslands árið 2012 en hann hefur síðan þá stýrt Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni sem og landsliðum Danmerkur og Barein. Hann vann til verðlauna með báðum liðum - hann varð Ólympíumeistari með Danmörku árið 2016 og vann svo nýlega silfur á Asíuleikunum með Barein. Árangur Íslands hefur ekki verið eftir væntingum síðastliðin ár og komst liðið ekki upp úr riðlakeppninni á EM í Króatíu. Geir hefur tekið inn marga unga leikmenn í landsliðið síðustu ár og aðrir reynslumiklir leikmenn kvatt. „Það er ákveðin ögrun fólgin í því að taka við landsliðinu á þessum tímapunkti,“ sagði Guðmundur við íþróttadeild í dag. „Árangurinn hefur ekki verið sá sem vonast hafði verið eftir en það helgast meðal annars af því að það eru yngri leikmenn í liðinu en áður. Því lagði ég sérstaka áherslu á það í viðræðum mínum við HSÍ að það myndi taka tíma að byggja upp liðið á nýjan leik,“ sagði Guðmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning. Á þeim tíma vill Guðmundur koma Íslandi aftur í hóp átta bestu liða heims og segir að það sé mikil áskorun og verðugt verkefni. „Við eigum fullt af ungum og efnilegum drengjum. Við verðum því að vona að það takist að skapa stöðugleika í landsliðinu svo að hægt verði að bæta árangurinn.“ Guðmundur á glæsilega ferilsskrá að baki og viðurkennir að hann hefði sjálfsagt geta tekið að sér arðbærari störf en að taka við landsliði Íslands. „Já, örugglega. En þetta snýst ekki um peninga. Mér finnst verkefnið spennandi. Mér hefur alla tíð liðið vel að þjálfa íslenska landsliðið. Það eru gerðar kröfur til manns og ég hef ekkert nema gott um það að segja.“
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Sport Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Spánverjar og Belgar skoruðu sex Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni