Handbolti

Sonur Geirs: „HSÍ hafði ekki samband fyrr en seint í gærkvöldi"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Geir verður ekki áfram þjálfari Íslands.
Geir verður ekki áfram þjálfari Íslands. vísir/hanna
Arnar Sveinn Geirsson, sonur Geirs Sveinssonar fyrrverandi landsliðsþjálfara í handbolta, segir á Twitter-síðu sinni að HSÍ hafi ekki reynt að hafa samband við Geir fyrr en seint í gærkvöldi varðandi það hvort að starfskrafta yrði óskað áfram.

Eins og flestum er kunnugt um var Guðmundur Þórður Guðmundsson ráðinn landsliðsþjálfari fyrr í dag, en þetta er í þriðja sinn sem Guðmundur stýrir landsliðinu. Einnig var greint frá því að Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, hafði ekki náð á Geir.

Geir stýrði liðinu á Evrópumótinu sem er nýyfirstaðið og hefur stýrt liðinu í tvö ár, en Arnar Sveinn segir á Twitter-síðu sinni að faðir hans hafi óskað eftir því að fá upplýsingar á sunnudag vegna þess að hann hafi verið á leið í frí. Það hafi fyrst verið hringt í hann seint í gærkvöldi.

Þar segir hann einnig að einhverjir úr þjálfarateyminu hafi lesið um framtíð sína í fjölmiðlum og símtölin frá formanni HSÍ hafi sennilega verið fleiri en hann hafi fengið frá formanninum síðustu tvö ár.

Hér að neðan má sjá tíst Arnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×