Handbolti

Kristianstad lenti í kröppum dansi gegn botnliðinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Freyr skoraði eitt mark í kvöld.
Arnar Freyr skoraði eitt mark í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Kristianstad marði sigur á botnliði Hästö í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 32-31, en sigurmarkið kom sex sekúndum fyrir leikslok.

Kristanstad er á toppi deildarinnar með níu stiga forskot á Lugi og Alingsås. Einnig á liðið leik til góða, en liðið varð deildar- og landsmeistari í fyrra.

Sigurmarkið í kvöld skoraði Albin Lagergren sex sekúndum fyrir leikslok, en leikmenn Kristianstad lentu í bullandi vandræðum með botnliðið sem er einungis með fimm stig eftir 25 leiki.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad úr þremur skotum, en Gunnar Steinn Jónsson náði ekki að skora úr tveimur tilraunum. Ólafur Guðmundsson lék ekki í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×