Stálu aðeins humri en létu þorskhnakka vera Benedikt Bóas skrifar 9. febrúar 2018 08:00 Á þessu skjáskoti úr öryggismyndavél má sjá, óljóst, einn þjófanna. Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Humarsalan varar við því að humar, sem stolið var frá fyrirtækinu um helgina, kunni að vera til sölu. Búast má við því að meðhöndlun á humrinum hafi ekki verið góð þar sem fæstir hafa frystipláss fyrir jafnmikið magn sem var tekið. „Þetta voru nokkur hundruð kíló sem voru tekin. Það eru ekki margir sem geta geymt svona magn og því þarf að koma þessum humri í verð og það fljótt. Kannski voru þjófarnir búnir að gera ráðstafanir,“ segir Guðjón Sigurðsson hjá Humarsölunni. Humarsalan er með fínt myndavélakerfi en myndirnar voru óskýrar og ekki sést greinlega framan í viðkomandi. „Við sjáum þó hvernig þeir bera sig að. Fyrst koma þeir að gámnum á laugardagsmorgninum og opna hann. Næla sér að því er virðist í smá sýnishorn og koma aftur um nóttina með bíl og ná í humarinn.“Humar er mikið hnossgæti en nú eru nokkur hundruð kíló af stolnum humri í umferð og er fólk beðið um að vera á varðbergi.Lögreglan hefur fengið myndefnið úr eftirlitskerfinu og er að fara yfir það. „Ég hef fulla trú á að þjófarnir náist en það er full ástæða til að vara við að stolinn humar er í umferð og það eru ekki margir aðrir en við sem eru að dreifa humri á innanlandsmarkaði. Ef menn eru að fá boð um humar þá bið ég viðkomandi að snúa sér til lögreglunnar, því þetta er auðvitað risarán.“ Guðjón segir að hafi humarinn þiðnað og verið frystur aftur sé hann ekki jafn bragðgóður. „Þjófarnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera og humar er lúxusvara og ekki ódýr. Humarinn sem þeir tóku kostar um 6.000 krónur kílóið og vonandi er enginn búinn að kaupa stolinn humar því hann mun trúlega þurfa að skila honum þegar þessi kauðar verða handteknir.“Guðjón Vilhelm boxariHumarsalan er einnig með ferska þorskhnakka, steinbít, hörpudisk og risarækju en þjófarnir fúlsuðu við því góðgæti og einblíndu bara á humarinn. „Ég er viss um að þessir menn liggja algjörlega „game over“. Þeir sem eru í þessum bransa að stela og ganga svona um eru yfirleitt algjörir aumingjar og hafa aldrei unnið handtak á ævi sinni. Þarna lenda þeir í því að þurfa að bera einhverja tugi kassa og þá liggja þeir væntanlega alveg búnir á því.“ Þó Guðjón hugsi ekki mjög hlýtt til þjófanna segir hann að það sé vel hægt að nota þá í vinnu ef þeir vilja breyta um lífsstíl. Þeir voru nefnilega þokkalega röskir með kassana. „Ég skal gefa þeim það að þeir voru djöfulli snöggir miðað við myndbandið. Það kom mér á óvart og það væri vel hægt að nota þá einhvers staðar ef þeir myndu nenna því.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira