Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Ef til vill er nú ekkert eftir af þessu ljóni nema brot og salli. vísir/afp Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira