Tyrkir rústuðu 3.000 ára gömlu musteri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. janúar 2018 06:00 Ef til vill er nú ekkert eftir af þessu ljóni nema brot og salli. vísir/afp Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira
Loftárásir tyrkneska hersins hafa eyðilagt stóran hluta Ain Dara-musterisins í Afrin-héraði Sýrlands. Frá þessu greindu sýrlenska ríkisstjórnin og bresku samtökin Syrian Observatory for Human Rights í gær. Myndum af rústunum hefur verið dreift á samfélagsmiðlum og má sjá á þeim að sprengigígur hefur myndast í miðju musterissvæðisins sem og rústir þar sem áður stóðu ljón, hoggin úr basalti. Talið er að Aramear hafi byggt hofið og gert stytturnar um þúsund árum fyrir Krist og er musterið því þrjú þúsund ára gamalt. Syrian Observatory segir um 60 prósent hofsins nú rústir einar og hafa verið frá því í loftárásunum á föstudag. Minnst 51 almennur borgari fórst í aðgerðum Tyrkja í Afrin. „Í þessari árás kristallast hatur og villimennska ógnarstjórnarinnar í Tyrklandi gagnvart sýrlensku þjóðinni, fortíð hennar, nútíð og framtíð,“ sagði í tilkynningu frá þjóðminjastofnun Sýrlands. Borgarastyrjöldin hefur geisað í Sýrlandi frá 2011 og hefur valdið ómetanlegum skaða á fornminjum. Ber þar helst að nefna hina fornu borg Palmyra, sem er á Heimsminjaskrá UNESCO. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki rústuðu þar meðal annars 2.000 ára gömlu musteri og fornu leikhúsi. Maamoun Abdulkarim, fyrrverandi framkvæmdastjóri þjóðminjastofnunarinnar, sagði við AFP í gær að eyðilegging Ain Dara væri jafnmikill harmleikur og það sem gerðist í Palmyra. Hann hefði jafnframt áhyggjur af fjölda fornra bæja nálægt víglínunni í Afrin. Tyrkir herja nú á Kúrda í héraðinu og reyna að uppræta starfsemi hersveita þeirra, YPG, en svæðið á landamæri að Tyrklandi. Tyrkir telja YPG hernaðararm Verkamannaflokks Kúrda, PKK, en NATO og ESB líta á flokkinn sem hryðjuverkasamtök. Því neita Kúrdar og Bandaríkjamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Sjá meira