Erlent

Hundruð þúsunda mótmæla þegar eitt ár er liðið af forsetatíð Trump

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag.
Frá mótmælum í Chicago fyrr í dag. Vísir/AFP
Búist er við því að hundruð þúsunda muni safnast saman á götum úti í um 300 borgum og bæjum í Bandaríkjunum um helgina. Um er að ræða annað árið í röð sem hinar svokölluðu kvennagöngur (e. Women‘s march) eru haldnar til að vekja athygli á málefnum kvenna, hinsegin fólks og annarra minnihlutahópa. Í dag er einnig liðið eitt ár frá því að Donald Trump tók við embætti forsætisráðherra.

Þetta er annað árið í röð sem boðað er til slíkra mótmæla víðs vegar um Bandaríkin. Kvennagangan 2017 var haldin dagana 21.-22. janúar og var elstum þeim mótmælum beint að hinum nýkjörna forseta.

Á skiltum mótmælenda mátti sjá slagorð þar sem hvatt var til að berjast eins og stelpa, að kona ætti heima í Hvíta húsinu og að ef fólk kysi trúð ætti það að búast við því að fá sirkus.

Trump sjálfur hefur tjáð sig um göngurnar og sagði hann á Twitter síðu sinni að í dag væri sérstaklega fallegur dagur fyrir kvennagöngu. Hvatti hann fólk til að fara út og fagna þeim merku áföngum sem hefðu náðst í baráttu kvenna síðastliðið ár

Lokun bandaríska alríkisins skyggir einnig á eins árs afmæli Trump í embætti en greiðslur til ýmissa ríkisstofnana, þar á meðal Bandaríkjahers, hættu að berast á miðnætti. Ástæðan er sú að ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Búist er við stærstu mótmælunum í Washington D.C., New York, Los Angeles og Boston. Leikkonan Viola Davis ávarpaði viðstadda í Los Angeles fyrr í dag og gerði hún MeToo byltinguna að umfjöllunarefni sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×