Körfubolti

Kidd rekinn frá Bucks

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jason Kidd.
Jason Kidd. Vísir/Getty
Jason Kidd var látinn taka pokann sinn hjá Milwaukee Bucks í NBA deildinni í körfubolta í dag. ESPN greinir frá.

Aðstoðarþjálfari Kidd, Joe Prunty, mun stýra liðinu gegn Phoenix Suns í nótt og mun taka við sem bráðabirgðastjóri.

„Við þökkum Jason fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur, en við ákváðum að breyta til í þjálfarateyminu,“ sagði stjórnarmaður Bucks, Jon Horst, í yfirlýsingu frá félaginu.

„Við trúum því að það þurfi ferskan mann til þess að leiða liðið áfram og koma því þangað sem við viljum.“

Bucks eru í áttunda sæti Austurdeildarinnar með 23 sigra og 22 töp. Liðið tapaði fjórum af síðustu fimm leikjum sínum.

Kidd er tilnefndur til inntöku í heiðurshöll NBA deildarinnar á þessu ári, en hann var valinn nýliði ársins tímabilið 1994-95 og var 10 sinnum í stjörnuliðinu af þeim 19 tímabilum sem hann spilaði.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×