Erlent

Fyrst öldunga­deildar­þing­manna til að fæða barn

Atli Ísleifsson skrifar
Tammy Duckworth tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmu ári.
Tammy Duckworth tók sæti í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmu ári. Vísir/AFP
Bandaríski öldungadeildarþingmaðurinn og fyrrverandi hermaðurinn Tammy Duckworth hefur greint frá því að hún sé barnshafandi og eigi von á stelpu í apríl.

Duckworth verður fyrst sitjandi öldungadeildarþingmanna í Bandaríkjunum til að fæða barn, en hún verður fimmtug í mars næstkomandi.

Alls hafa níu þingkonur í Bandaríkjunum eignast barn á þeim tíma þegar þær hafa setið á þingi, en allar sátu þær í fulltrúadeild þingsins.

Duckworth tók sæti á þinginu fyrir tæpu ári. Hún varð þá fyrsta fatlaða konan til að taka sæti í öldungadeildinni, en hún missti báða fætur þegar þyrla sem hún flaug var skotin niður í Írak árið 2004.

Duckworth er Demókrati og þingmaður Illinois. Hún eignaðist fyrsta barn sitt árið 2014 með eiginmanni sínum Bryan Bowlsbey. Hún var þá 47 ára og gegndi embætti fulltrúadeildarþingmanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×