Handbolti

Þegar handboltinn var spilaður á fótboltavelli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Danir og Svíar mætast í kvöld í undanúrslitaleik á EM í handbolta í Króatíu. Íslendingingurinn Kristján Andrésson fær þar tækifæri til að hjálpa Svíum að vinna Dani.

Danska ríkissjónvarpið notaði tækifærið og rifjaði upp 75 ára gamlan handboltalandsleik þjóðanna sem var spilaður í skugga seinni heimsstyrjaldarinnar.

Leikurinn sem um ræðir fór fram 18. júní 1943 en þetta var langt því að vera sami handbolti og er spilaður í dag.

Leikur Dana og Svía fór fram á fótboltavelli og það voru ellefu manns í hvoru liði. Í raun var þetta alveg eins og fótbolti nema spilaður með höndunum. Menn voru því að reyna að rekja boltann á grasinu en það fylgir sögunni að boltinn hafi verið mjög harður. 





Leikurinn fór fram á Helsingör leikvanginum og 2700 áhorfendur mættu til að horfa á hann. Svíar höfðu á endanum betur 11-5.

Handboltinn var fyrst spilaður innanhúss á sjötta áratugnum en fyrstu heimsmeistararnir unnu titil sinn undir þessum reglum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×